MEPS kerfið hefur þá eiginleika að leyfa notanda að vinna eitt skref í einu innan verkbeiðninnar, alveg frá byrjun hennar til lokunar. Í MEPS ferli trygginamála höfum við nú bætt við nýjum eiginlega til þess að veita stuðning við samræmingu verkefnaáætlana.


Viðbætta skrefið í ferlinu er að Staðfesta verkefnaáætlun. Tilgangur þessa nýja eiginleika er að skapa betri yfirsýn yfir tímaáætlun allra þátta sem eru áætlaðir við verkefnið og gefur þannig betri möguleika að fylgja eftir niðurstöðu þess.


Eiginleikinn Verkefnaáætlun samtvinnast eiginleikanum Verkpöntun. Verkefnastjórinn hefur einnig möguleikann að stjórna sínum áætluðu verkbeiðnum og verkpöntunum á yfirlitssíðunni Mælaborð (ýttu hér til þess að lesa meira um eiginleika Mælaborðsins). 
Nýr verkþáttur – Staðfesta verkefnaáætlun – verður til sjálfkrafa þegar ákvörðun um bótaskyldugt tjón hefur verið tekið og aðalverktaki verið fengin í verkbeiðni.


 
 

Verkefnaáætlun staðfestist við það að aðalverktaki verkbeiðninnar skapar eina eða fleiri verkpantanir fyrir hvert ferlisstig verkefnisins.

 

Á þessu stigi þurfa verkpantanir ekki að útdeilast á framkvæmdaaðila, faggreinar eða kóða úr reiknivélinni. Þeir verkþættir sem vistast við staðfestingu verkefnaáætlunar eru byrjunar- og endadagsetningar fyrir hvert ferlisstig verkefnisins.


 

Þegar verkefnaáætlun er staðfest þá vistast áætlunin innan verkbeiðninnar og ekki er lengur hægt að breyta henni. 


 

Gildandi verkefnaáætlunin verður áfram breytileg í gegnum verkefnið og breytist þannig sjálfkrafa ef dagsetningum þáverandi verkpantanna er breytt, eða ef nýjum verkpöntunum er bætt við þar sem byrjunar- eða endadagsetningar liggja utan fyrri áætlana.

 

Athugið að áætlaða byrjunar- eða endadagsetning verkpöntunnar lagfærist þegar verkpöntun hefst eða þegar henni er lokið af handverksmanni eða verkefnistjóra. Þegar verkpöntun hefst þá breytist áætluð byrjunardagsetning í dagsetningu dagsins sem er. Það sama á við um breytingu á endadagsetningu ef verkpöntun hefur verið kláruð.

 


  

Dæmi (sjá mynd).
 Ef verkpöntun hefst fyrr en við áætlaða byrjunardagsetningu þá uppfærist viðkomandi verkefnaáætlunin.

 

Ef tvær eða fleiri verkpantanir skapast vegna eins ferlisskref þá mun verkefnaáætlunin sjálfkrafa uppfærast þannig að ferlisskref fær fyrstu byrjunardagsetningu og seinustu endadagsetningu sem þær verkpantanir hafa.
Verkbeiðnir utan Verkefnaáætlunar

 

Ef ekki á að staðfesta verkefnaáætlun í verkefninu þá getur maður valið staðfesta verkefnaáætlun án þess að hafa lagt til einhverja verkpöntun.