Fimm skref til að búa til samning við undirverktaka


1. Ábyrgðaraðili samningsins og stillingar samningsins

 

Opnaðu Fyrirtækið okkar og smelltu á Notandi.
Merktu við hlutverkið Ábyrgðaraðili samnings.




Opnaðu Fyrirtækið okkar og Stillingar fyrir samninga.

Merktu við Við gerum samning sem verkkaupi.




2. Búa til samning

Bættu við nýjum samningi með því að smella á [+Bæta við]

 

 

 

Veldu hlutverk fyrirtækisins þíns í samningnum. Þú ert verkkaupi.

 

 


3. Veldu framkvæmdaraðila

Leitaðu að og veldu rétt MEPS-fyrirtæki. Veldu tengilið og tilgreindu samningsaðila.

 

 

Samningar við fyrirtæki sem ekki nota MEPS.

Sláðu inn heiti undirverktakans og viðbótarupplýsingar um fyrirtækið.



 

Almennur samningur inniheldur engar sérstakar upplýsingar um fyrirtæki.

Hægt er að nota slíka samning fyrir ólíka undirverktaka.




4. Fylltu út allar upplýsingar í samninginn

Mikilvægt er að tilgreina heiti samningsins.

Þú átt eftir að búa til marga samninga með tíð og tíma. Þá er gott að geta leitað að heiti samningsins í listanum þínum.


  

Almennir samningar eru ekki tengdir við heiti fyrirtækis og því verður heiti samningsins skráð sem framkvæmdaraðili í línu útreikningsins.


 

 

5. Senda til samþykkis og samþykkja samning

 

Samningar við MEPS-fyrirtæki eru sendir til aðilans á MEPS sem er tilgreindur sem tengiliður samningsins.

Samningurinn öðlast gildi um leið og viðtakandinn samþykkir samninginn.

Viðtakandinn getur ekki breytt samningnum og verður að hafa samband við þig til að gera breytingar.
Þegar þú gerir breytingar á samningnum endurhleður viðtakandinn síðuna og getur séð breytingarnar strax.



Þú samþykkir sjálf(ur) samninga við fyrirtæki sem eru ekki MEPS-fyrirtæki. Engin skilaboð eru send til fyrirtækisins frá MEPS.

Almennir samningar eru samþykktir af þér.

Samningurinn öðlast strax gildi.